Fótbolti

Stjörnufans í brúðkaupi Sergio Ramos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramos-hjónin nýbökuðu.
Ramos-hjónin nýbökuðu. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki eini fótboltamaðurinn sem gekk í það heilaga í gær.

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid og spænska landsliðsins, gekk að eiga Pilar Rubio í heimaborg sinni, Sevilla, í gær. Þau hafa verið saman síðan 2012 og eiga þrjú börn saman.

Vart var þverfótað fyrir stjörnum úr fótboltaheiminum í brúðkaupinu í gær en þar voru margir fyrr- og núverandi samherjar Ramos úr Real Madrid og spænska landsliðinu.

Meðal gesta voru David Beckham, Fernando Hierro, Florentino Pérez, Luka Modric, Roberto Carlos, Sergio Busquets, Jordi Alba, Santi Cazorla og Pepe Reina.

Cristiano Ronaldo, sem lék með Ramos hjá Real Madrid um níu ára skeið, var hins vegar ekki í brúðkaupinu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr brúðkaupi Ramos og Rubio í gær.

Beckham-hjónin létu sig ekki vanta. vísir/getty
„Gammurinn“ Emilio Butragueno og frú. vísir/getty
Níu barna faðirinn Roberto Carlos. vísir/getty
Luka Modric og Ramos hafa leikið saman hjá Real Madrid síðan 2012. vísir/getty
Fernando Hierro var markheppinn miðvörður líkt og Ramos er. vísir/getty
Predrag Mijatovic, maðurinn sem tryggði Real Madrid Evrópumeistaratitilinn 1998, ásamt spúsu sinni. vísir/getty
Álvaro Morata og frú. Þau giftu sig fyrir tveimur árum. vísir/getty
Marco Asensio og Sandra Garal. vísir/getty

Tengdar fréttir

Gylfi og Alexandra gengu í það heilaga

Það hefur vart farið fram hjá neinum að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram í dag. Engu var til sparað og var brúðkaupið haldið í stórkostlegu umhverfi við Como-vatn í norðurhluta Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.