Fótbolti

Nýr leikmaður Real Madrid líkir sér við Neymar og Robinho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rodrygo leikur listir sínar.
Rodrygo leikur listir sínar. vísir/getty

Rodrygo var formlega kynntur til leiks sem leikmaður Real Madrid í gær. Hann er einn fimm leikmanna sem félagið hefur keypt í sumar.

Þessi 18 ára Brassi kemur til Real Madrid frá Santos, sama félagi og Neymar og Robinho ólust upp hjá. Rodrygo segir margt líkt með þeim.

„Ég er fljótur framherji sem skorar og býr til færi. Ég er Brassi og svoleiðis erum við, eins og Robinho og Neymar. Ég er svipaður og þeir,“ sagði Rodrygo.

Hann lék alls 80 leiki fyrir Santos og skoraði 17 mörk. Hann er sá yngsti sem hefur skorað í Copa Libertadores, Meistaradeild Suður-Ameríku.

Rodrygo er meðvitaður um að samkeppnin hjá Real Madrid er mikil og hann gæti þurft að sýna þolinmæði og jafnvel spila með varaliði félagsins, Castilla.

„Real Madrid er alltaf með bestu leikmenn í heimi og ég er tilbúinn að gera það sem félagið vill, hvort sem það er að spila með aðalliðinu eða varaliðinu,“ sagði Rodrygo.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.