Fótbolti

Real Madrid heldur áfram að kaupa leikmenn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mendy í leik Frakklands og Andorra í undankeppni EM 2020 í gær.
Mendy í leik Frakklands og Andorra í undankeppni EM 2020 í gær. vísir/getty
Real Madrid heldur áfram að styrkja sig fyrir næsta tímabil. Í dag gekk félagið frá kaupunum á franska vinstri bakverðinum Ferland Mendy frá Lyon.Talið er að Real Madrid borgi rúmar 47 milljónir punda fyrir Mendy sem skrifaði undir sex ára samning við félagið. Hann verður formlega kynntur til leiks hjá Real Madrid á miðvikudaginn í næstu viku.Mendy, sem er 24 ára, var tvö ár í herbúðum Lyon en hann kom til félagsins frá Le Havre 2017. Hann hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland.Eftir vonbrigði síðasta tímabils hefur Real Madrid farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum.Auk Mendy hefur Real Madrid keypt Eden Hazard, Luka Jovic, Éder Militao og Rodrygo Goes í sumar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.