Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:59 Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir að þingmenn í stjórnarandstöðu vanti sárlega ársskýrslu fjármálaráðherra um heildstæða samantekt á þróun útgjalda og mati á árangri til lengri tíma litið. Án skilmerkilegra skilgreininga á markmiðum sé erfitt að meta hvort stjórnvöld hafi í raun náð settum markmiðum. Það torveldar starf stjórnarandstöðunnar sem hafi mikilvægu aðhaldshlutverki að gegna. Björn Leví kom óánægju sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á þingfundi í dag. Á Alþingi er tekist á um endurskoðun á fjármálaáætlun. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Willum Þór sagði veikleika í hringrás verklags um opinber fjármál gert það að verkum að ramminn sé of lítill.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaganefndar Alþingis í dag.„Það er í raun og veru beinlínis ekki gert ráð fyrir því að það séu tíðari ríkisstjórnarskipti heldur en á þessum hefðbundna fjögurra ára fresti né heldur að það séu miklar umbreytingar í efnahagslífinu sem kalli á miklar breytingar vegna þess að tímaramminn er svo þéttur í þessari hringrás og ég held að það sé að nokkru leyti það sem við höfum upplifað hér í okkar vinnu um þessi mál, virðulegi forseti,“ sagði Willum um störf nefndarinnar. Stjórnvöld hafi skapað ákveðna spennitreyju sem kristallist í því að áætlanir hafi alltaf verið „sett í gólf afkomumarkmiða stefnu og þannig hafa stjórnvöld skapað þessa spennitreyju sem birtist okkur síðan í því þegar við erum að ráðstafa hér inn á málefnasviðin.“ Hann telur breytingarnar sem meirihluti nefndarinnar mælir fyrir um séu til bóta. Willum telur fjármálastefnan sjálf eigi að vera sveigjanleg og að þingmenn ættu að nálgast fjármálaáætlunina með festu. Björn Leví sagði að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Tilgangur fjármálaáætlunar ár hvert sé að endurmeta kostnað og forgangsröðun á þeim aðgerðum sem lagðar eru til í fjármálastefnu stjórnvalda. Það sé ekki hægt að „finna hjólið upp á nýtt á hverju ári fyrir fjármálaáætlun,“ segir Björn. „Það sem vantar líka í þetta ferli sem var nefnt hérna, fjármálaáætlunar og fjárlagaferlið eru ársskýrslur ráðherra og langtímaskýrslan sem við höfum ekki ennþá fengið. Það vantar hana. Það vantar einmitt allt þetta í fjármálaáætlunina og fjárlögin sem gerir ársskýrslu ráðherra mögulega því án hennar, án markmiðanna og án forgangsröðunar vitum við ekkert hvort markmiðum stjórnvalda hefur verið náð nema þau séu sett fram á mjög skýran og skilmerkilegan hátt sem þau eru einmitt ekki gerð í fjármálaáætlun.“ Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir að þingmenn í stjórnarandstöðu vanti sárlega ársskýrslu fjármálaráðherra um heildstæða samantekt á þróun útgjalda og mati á árangri til lengri tíma litið. Án skilmerkilegra skilgreininga á markmiðum sé erfitt að meta hvort stjórnvöld hafi í raun náð settum markmiðum. Það torveldar starf stjórnarandstöðunnar sem hafi mikilvægu aðhaldshlutverki að gegna. Björn Leví kom óánægju sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á þingfundi í dag. Á Alþingi er tekist á um endurskoðun á fjármálaáætlun. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Willum Þór sagði veikleika í hringrás verklags um opinber fjármál gert það að verkum að ramminn sé of lítill.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaganefndar Alþingis í dag.„Það er í raun og veru beinlínis ekki gert ráð fyrir því að það séu tíðari ríkisstjórnarskipti heldur en á þessum hefðbundna fjögurra ára fresti né heldur að það séu miklar umbreytingar í efnahagslífinu sem kalli á miklar breytingar vegna þess að tímaramminn er svo þéttur í þessari hringrás og ég held að það sé að nokkru leyti það sem við höfum upplifað hér í okkar vinnu um þessi mál, virðulegi forseti,“ sagði Willum um störf nefndarinnar. Stjórnvöld hafi skapað ákveðna spennitreyju sem kristallist í því að áætlanir hafi alltaf verið „sett í gólf afkomumarkmiða stefnu og þannig hafa stjórnvöld skapað þessa spennitreyju sem birtist okkur síðan í því þegar við erum að ráðstafa hér inn á málefnasviðin.“ Hann telur breytingarnar sem meirihluti nefndarinnar mælir fyrir um séu til bóta. Willum telur fjármálastefnan sjálf eigi að vera sveigjanleg og að þingmenn ættu að nálgast fjármálaáætlunina með festu. Björn Leví sagði að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Tilgangur fjármálaáætlunar ár hvert sé að endurmeta kostnað og forgangsröðun á þeim aðgerðum sem lagðar eru til í fjármálastefnu stjórnvalda. Það sé ekki hægt að „finna hjólið upp á nýtt á hverju ári fyrir fjármálaáætlun,“ segir Björn. „Það sem vantar líka í þetta ferli sem var nefnt hérna, fjármálaáætlunar og fjárlagaferlið eru ársskýrslur ráðherra og langtímaskýrslan sem við höfum ekki ennþá fengið. Það vantar hana. Það vantar einmitt allt þetta í fjármálaáætlunina og fjárlögin sem gerir ársskýrslu ráðherra mögulega því án hennar, án markmiðanna og án forgangsröðunar vitum við ekkert hvort markmiðum stjórnvalda hefur verið náð nema þau séu sett fram á mjög skýran og skilmerkilegan hátt sem þau eru einmitt ekki gerð í fjármálaáætlun.“
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04