Innlent

Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt.
Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. vísir/vilhelm
Veikleikar í fjármálastefnu stjórnvalda geta aldrei réttlætt að kvikað verði frá gefnum loforðum eða grundvallarstoðum velferðarkerfisins og framfærsluöryggi öryrkja verði nýtt til að jafna sveiflur í ríkisrekstrinum.

Þetta er mat Alþýðusambands Íslands en í grein sem birtist á vef ASÍ segir að stjórnvöld hafi hvorki rætt né kynnt fyrirhugaðar breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir almenningi.

„Vegna innbyggðra veikleika í fjármálastefnu stjórnvalda er þeim nú nauðugur einn kosturinn að endurskoða stefnuna og leggja fram breytingar á fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Tillaga til þingsályktunar að endurskoðaðri fjármálastefnu gerir ráð fyrir að ráðist verði í mótvægisaðgerðir sem verði á bilinu 7-25 milljarðar árlega til að bæta afkomuna og varna því að halli myndist á ríkissjóði. Þetta kemur til viðbótar þeim aðhaldsaðgerðum sem þegar voru áformaðar í framlagðri fjármálaáætlun.“

Verkalýðshreyfingin hafi skrifað undir kjarasamninga í trausti þess að stjórnvöld myndu standa við gefin fyrirheit í skatta- og velferðarmálum. „Veikleikar í fjármálastefnu stjórnvalda hafa legið ljósir fyrir frá upphafi kjörtímabilsins“.


Tengdar fréttir

Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA

Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum.

Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang

Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem allar áætlanir byggjast á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×