Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2019 16:04 Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, er viss um að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalags Íslands hafi skilað þeim árangri að í stað þess að endurskoðun fjármálaáætlunar feli í sér 43 milljarða króna niðurskurð á næstu fimm árum verði hann 28 milljarðar samanlagt næstu fimm árin. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis kynnti í morgun tillögur sínar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á fundi nefndarinnar. Önnur umræða um endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er á dagskrá þingfundarins á morgun. Breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þykja nauðsynlegar til að bregðast við ófyrirséðum samdrætti í stað hagvaxtarins sem var gert ráð fyrir.Tillögurnar slæm tíðindi þrátt fyrir að vera þolanlegri en þær fyrri „Mismunurinn eru 15 milljarða kr. minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkrahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóta góðs af á erfiðum tímum. Ég ætla að leyfa mér að segja að okkar gagnrýni, ÖBÍ og Þroskahjálpar hafi skipt sköpum hér (sérstaklega í ljósi hraðans sem átti að afgreiða málið) og að við höfum verið á ágætis tímakaupi undanfarna daga með því að benda á þetta og hamast í þessu,“ segir Ágúst Ólafur á Facebook-síðu sinni. Ágúst segir að þrátt fyrir að breytingartillögurnar séu þolanlegri en í byrjun júní feli þær engu að síður í sér slæm tíðindi.Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel.Of mikill hraði í veigamiklu máli Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi látið hjá líða að útskýra hvað breytingartillögurnar fela í sér í grunninn, burtséð frá öllum plúsum og mínusum. Hann sé engu nær um hvaða þýðingu breytingartillögurnar hafa í reynd því þær hafi ekki verið kynntar nægilega vel. Fjárlaganefnd fékk klukkutíma kynningu á breytingartillögunum í morgun. Björn segir stjórnarandstöðuna hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Fái hún ekki fullnægjandi kynningu á forsendum breytingartillagna sé henni gert erfitt fyrir að sinna starfi sínu vel. Ekki náðist í Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, við gerð fréttarinnar en í samtali við RÚV í hádeginu sagði hann að engin áform séu um að skerða bætur og bendir á að útgjöldin til málaflokksins á tímabilinu 2018-2024 aukist um 22%.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45 Búið að semja um þinglok Formaður Miðflokksins segist sáttur við niðurstöðuna. 18. júní 2019 18:31 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu. 9. júní 2019 18:45
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd. 18. júní 2019 12:50