Innlent

Fjármálin ein eftir á dagskrá

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. vísir/vilhelm

„Ég geri ráð fyrir að þetta klárist að megninu í kvöld,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun í gær. Gert var ráð fyrir að aðeins fjármálaáætlun og fjármálastefna yrðu óafgreidd og verða þau mál rædd saman á þingfundi í dag.

Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar.

Samþykktar voru ályktanir Alþingis um endurskoðun lögræðislaga, ályktun um skipun starfshóps um stöðu sveitarfélaga á Suðurnesjum og ályktun um gerð aðgerðaráætlunar um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna. Þá fengu 32 einstaklingar ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi.

Þegar blaðið fór í prentun voru, auk framangreindra mála, fyrirhugaðar atkvæðagreiðslur um tvö umdeild mál; um heimild til innflutnings á ófrosnu kjöti og lög um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.