Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 12:12 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira