Íslenski boltinn

Kári kominn aftur í Víking

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári og Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, handsala samninginn.
Kári og Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, handsala samninginn. vísir/vilhelm

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er genginn í raðir Víkings R. Kári skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir út tímabilið 2020.

Kári er uppalinn Víkingur og lék síðast með liðinu 2004. Hann lék 15 leiki með Víkingi í efstu deild, 26 í B-deildinni auk átta bikarleikja.


Kári ætlaði að koma heim í Víking eftir HM 2018 en gekk til liðs við Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni. Liðið vann sér sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur.

Miðvörðurinn öflugi, sem verður 37 ára í október, fær leikheimild 1. júlí. Sama dag tekur Víkingur á móti ÍA og Kári gæti þá leikið sinn fyrsta leik í búningi Víkings í 15 ár.

Kári kom víða við á atvinnumannaferlinum og lék með níu félögum í sex löndum.

Hann hefur leikið 77 landsleiki og skorað sex mörk. Kári lék alla leiki Íslands á EM 2016 og tvo af þremur leikjum íslenska liðsins á HM 2018.

Víkingur er með sjö stig í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Liðið sækir KA heim á sunnudaginn.

Kári og Sölvi Geir Ottesen eru sameinaðir hjá Víkingi að nýju. vísir/vilhelm


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.