Erlent

Georgíumenn kalla eftir kosningum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá mótmælum í Tbilisi
Frá mótmælum í Tbilisi Getty/Anadolu Agency
Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. Guardian greinir frá.

Kergjan í mótmælendum er rakin til þess að við ráðstefnu sem haldin er í borginni var rússneskum þingmanni, Sergei Gavrilov, leyft að halda ávarp úr stóli þingforseta á rússnesku.

Samband Rússlands og Georgíu bað hnekki árið 2008 þegar Rússland viðurkenndi sjálfstæði héraðana Suður Ossetíu og Abkasíu sem eru innan landamæra Georgíu. Þingmaðurinn Gavrilov er yfirlýstur stuðningsmaður sjálfstæðis héraðanna.

Sjötíu manns voru í gær fluttir slasaðir á sjúkrahús en lögreglan beitti táragasi og gúmmíkúlum till þess að ná stjórn á mótmælendum.

Atvikið reyndist kornið sem fyllti mælinn en sífellt meiri óánægja með störf ríkisstjórnarinnar hefur myndast undanfarna mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×