Segir Vilhjálm vega að æru látins föður síns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 10:32 Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. Þorsteinn Víglundsson, varformaður Viðreisnar, segir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi vegið að æru Þorsteins og föður hans, Víglundar Þorsteinssonar, með því að ýja að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár. Víglundur lést í nóvember á síðasta ári.Í færslu á Facebook vísar Þorsteinn í Facebook-færslu og pistil Vilhjálms sem birtist á vef Hringbrautar. Pistill Vilhjálms fjallar um athugasemdir Þorsteins við því að fulltrúaráð VR hafi ákveðið að skipta stjórnarmönnum félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna út vegna óánægju með vaxtahækkun lífeyrissjóðsins. Vilhjálmur deilir pistlinum á eigin Facebook-síðu með eftirfarandi orðum:„Það væri t.d. forvitnilegt ef Þorsteinn Víglundsson myndi upplýsa launafólk hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu af lífeyri launafólks vegna gjaldþrots BM Vallá. Þá er kannski rétt að hann upplýsi um leið hvað BM Vallá borgaði fyrir Sementsverksmiðjuna á sínum tíma.“„Tjón lífeyrissjóða vegna gjaldþrots BM Vallár var því ekkert“ Við þetta er Þorsteinn ósáttur og segir að undur venjulegum kringumstæðum myndi hann ekki svara pistli Vilhjálms, enda kjósi Vilhjálmur að mati Þorsteins að fara í maninninn en svari ekki gagnrýni Þorsteins á ákvörðun VR.„Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég láta slíkum ómerkilegheitum ósvarað en Vilhjálmur vegur ekki aðeins að æru minni í pistli sínum heldur einnig æru föður míns sem lést fyrir fáum mánuðum. Slíku get ég ekki látið ósvarað,“ skrifar Þorsteinn.Tíundar hann þar starf Víglundar, sem átti BM Vallá og eigin starf en Þorsteinn var framkvæmdastjóri félagsins og segir Þorsteinn að þeir feðgar hafi reynt hvað þeir gátu til að bjarga félaginu frá þroti. Það sé hins vegar af og frá að lífeyrissjóðir hafi mátt þola fjárhagslegt tjón vegna gjaldþrots BM vallár.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur„Í pistli sínum ýjar Vilhjálmur að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár, sem var í eigu föður míns og ég starfaði hjá sem framkvæmdastjóri og forstjóri um átta ára skeið. Stutta svarið við því er að lífeyrissjóðir voru hvorki fjárfestar né lánveitendur BM Vallár við þrot. Tjón lífeyrissjóða vegna gjaldþrots BM Vallár var því ekkert.“Þá hafi starf þeirra feðga tryggt það að rekstur félagsins hafi aldrei verið stöðvaður, sem hafi komið starfsmönnum þess vel, þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins áður en það fór í þrot.„Við feðgar gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að bjarga félaginu frá þroti. Við stóðum í mjög miklum og sársaukafullum hagræðingaraðgerðum í á þriðja ár þar sem rekstur félagsins var algerlega endurskipulagður. Það var aldrei greiddur arður út úr félaginu. Laun okkar feðga voru að sama skapi mjög hófleg miðað við launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja af sambærilegri stærð. Við börðumst með öllum tiltækum ráðum fyrir hag fyrirtækisins og starfsmanna þess. Hins vegar tókst okkur ekki að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu þess og því fór sem fór,“ skrifar Þorsteinn.„Eftir fráfall hans er þessi tími með honum það dýrmætasta sem ég á“ Í færslu Þorsteins á Facebook tekur hann einnig fyrir vangaveltur Vilhjálms um að upplýsa ætti um hvað BM Vallá hafi borgað fyrir Sementsverksmiðjuna á sínum tíma. Segir Þorsteinn að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað í þeim viðskiptum.„Vilhjálmur spyr líka hvers vegna kaupverð fyrir Sementsverksmiðjuna hafi ekki verið greitt á sínum tíma. Þessar upplýsingar liggja allar fyrir opinberlega en það er sennilega ekki efst í huga Vilhjálms. Í stuttu máli skýrist það af þeirri ástæðu að fyrirvari var gerður í kaupsamningi um samþykki ESA fyrir niðurfellingu lífeyrisskuldbindingar fyrirtækisins og hvort í því fælist ólögmætur ríkisstyrkur. Sú skuldbinding var á fimmta hundrað milljóna króna og því ljóst að forsendur kaupanna væru brostnar og fyrirtækið gjaldþrota ef óheimilt væri að fella þær niður. Það samþykki fékkst ekki fyrr en eftir að BM Vallá var komið í greiðslustöðvun í byrjun árs 2010 sem á endanum leiddi til gjaldþrots,“ skrifar Þorsteinn.Víglundar Þorsteinsson lést í nóvember á síðasta ári.Fréttablaðið/ValliSegir hann að það hafi verið þeim feðgum mikið áfall þegar BM Vallá fór í þrot. „Pabbi varði allri sinni starfsævi þar. Byrjaði á gólfinu á námsárum sínum og var ráðinn framkvæmdastjóri þess ári eftir að hann lauk námi. Ég lærði mjög margt á þessum árum með pabba. Bæði af þeim mistökum sem við gerðum en ekki síður af góðum stjórnarháttum, heiðarleika og prinsipp festu föður míns. Eftir fráfall hans er þessi tími með honum það dýrmætasta sem ég á. Þess vegna get ég ekki liðið þessa lágkúru Vilhjálms Birgissonar í pistli hans. Hann má gagnrýna mig að vild. Sjálfur er ég ávallt reiðubúinn að eiga við hann rökræðu um málefni vinnumarkaðar og lífeyrissjóða. En ég geri þá kröfu til hans að hann mæti þá til slíkrar umræðu á málefnalegum grundvelli.“ Alþingi Hrunið Kjaramál Tengdar fréttir Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varformaður Viðreisnar, segir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi vegið að æru Þorsteins og föður hans, Víglundar Þorsteinssonar, með því að ýja að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár. Víglundur lést í nóvember á síðasta ári.Í færslu á Facebook vísar Þorsteinn í Facebook-færslu og pistil Vilhjálms sem birtist á vef Hringbrautar. Pistill Vilhjálms fjallar um athugasemdir Þorsteins við því að fulltrúaráð VR hafi ákveðið að skipta stjórnarmönnum félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna út vegna óánægju með vaxtahækkun lífeyrissjóðsins. Vilhjálmur deilir pistlinum á eigin Facebook-síðu með eftirfarandi orðum:„Það væri t.d. forvitnilegt ef Þorsteinn Víglundsson myndi upplýsa launafólk hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu af lífeyri launafólks vegna gjaldþrots BM Vallá. Þá er kannski rétt að hann upplýsi um leið hvað BM Vallá borgaði fyrir Sementsverksmiðjuna á sínum tíma.“„Tjón lífeyrissjóða vegna gjaldþrots BM Vallár var því ekkert“ Við þetta er Þorsteinn ósáttur og segir að undur venjulegum kringumstæðum myndi hann ekki svara pistli Vilhjálms, enda kjósi Vilhjálmur að mati Þorsteins að fara í maninninn en svari ekki gagnrýni Þorsteins á ákvörðun VR.„Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég láta slíkum ómerkilegheitum ósvarað en Vilhjálmur vegur ekki aðeins að æru minni í pistli sínum heldur einnig æru föður míns sem lést fyrir fáum mánuðum. Slíku get ég ekki látið ósvarað,“ skrifar Þorsteinn.Tíundar hann þar starf Víglundar, sem átti BM Vallá og eigin starf en Þorsteinn var framkvæmdastjóri félagsins og segir Þorsteinn að þeir feðgar hafi reynt hvað þeir gátu til að bjarga félaginu frá þroti. Það sé hins vegar af og frá að lífeyrissjóðir hafi mátt þola fjárhagslegt tjón vegna gjaldþrots BM vallár.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur„Í pistli sínum ýjar Vilhjálmur að því að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna gjaldþrots BM Vallár, sem var í eigu föður míns og ég starfaði hjá sem framkvæmdastjóri og forstjóri um átta ára skeið. Stutta svarið við því er að lífeyrissjóðir voru hvorki fjárfestar né lánveitendur BM Vallár við þrot. Tjón lífeyrissjóða vegna gjaldþrots BM Vallár var því ekkert.“Þá hafi starf þeirra feðga tryggt það að rekstur félagsins hafi aldrei verið stöðvaður, sem hafi komið starfsmönnum þess vel, þrátt fyrir að þeim hafi ekki tekist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins áður en það fór í þrot.„Við feðgar gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að bjarga félaginu frá þroti. Við stóðum í mjög miklum og sársaukafullum hagræðingaraðgerðum í á þriðja ár þar sem rekstur félagsins var algerlega endurskipulagður. Það var aldrei greiddur arður út úr félaginu. Laun okkar feðga voru að sama skapi mjög hófleg miðað við launakjör æðstu stjórnenda fyrirtækja af sambærilegri stærð. Við börðumst með öllum tiltækum ráðum fyrir hag fyrirtækisins og starfsmanna þess. Hins vegar tókst okkur ekki að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu þess og því fór sem fór,“ skrifar Þorsteinn.„Eftir fráfall hans er þessi tími með honum það dýrmætasta sem ég á“ Í færslu Þorsteins á Facebook tekur hann einnig fyrir vangaveltur Vilhjálms um að upplýsa ætti um hvað BM Vallá hafi borgað fyrir Sementsverksmiðjuna á sínum tíma. Segir Þorsteinn að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað í þeim viðskiptum.„Vilhjálmur spyr líka hvers vegna kaupverð fyrir Sementsverksmiðjuna hafi ekki verið greitt á sínum tíma. Þessar upplýsingar liggja allar fyrir opinberlega en það er sennilega ekki efst í huga Vilhjálms. Í stuttu máli skýrist það af þeirri ástæðu að fyrirvari var gerður í kaupsamningi um samþykki ESA fyrir niðurfellingu lífeyrisskuldbindingar fyrirtækisins og hvort í því fælist ólögmætur ríkisstyrkur. Sú skuldbinding var á fimmta hundrað milljóna króna og því ljóst að forsendur kaupanna væru brostnar og fyrirtækið gjaldþrota ef óheimilt væri að fella þær niður. Það samþykki fékkst ekki fyrr en eftir að BM Vallá var komið í greiðslustöðvun í byrjun árs 2010 sem á endanum leiddi til gjaldþrots,“ skrifar Þorsteinn.Víglundar Þorsteinsson lést í nóvember á síðasta ári.Fréttablaðið/ValliSegir hann að það hafi verið þeim feðgum mikið áfall þegar BM Vallá fór í þrot. „Pabbi varði allri sinni starfsævi þar. Byrjaði á gólfinu á námsárum sínum og var ráðinn framkvæmdastjóri þess ári eftir að hann lauk námi. Ég lærði mjög margt á þessum árum með pabba. Bæði af þeim mistökum sem við gerðum en ekki síður af góðum stjórnarháttum, heiðarleika og prinsipp festu föður míns. Eftir fráfall hans er þessi tími með honum það dýrmætasta sem ég á. Þess vegna get ég ekki liðið þessa lágkúru Vilhjálms Birgissonar í pistli hans. Hann má gagnrýna mig að vild. Sjálfur er ég ávallt reiðubúinn að eiga við hann rökræðu um málefni vinnumarkaðar og lífeyrissjóða. En ég geri þá kröfu til hans að hann mæti þá til slíkrar umræðu á málefnalegum grundvelli.“
Alþingi Hrunið Kjaramál Tengdar fréttir Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Þorsteinn segir inngrip stjórnar VR í störf lífeyrissjóðsins grafalvarleg Þorsteinn Víglundsson hefur þungar áhyggjur af ákvörðunar trúnaðarráðs VR. 21. júní 2019 13:32