Innlent

Fram­kvæmdir á Ís­landi sagðar liður í upp­setningu færan­legrar her­stöðvar

Eiður Þór Árnason skrifar
Fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns að erlendir hermenn hafi haft daglega viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin þrjú ár.
Fram kom í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn þingmanns að erlendir hermenn hafi haft daglega viðveru á Keflavíkurflugvelli undanfarin þrjú ár. Fréttablaðið/Eyþór

Bandaríkjaher áætlar að setja upp færanlega herstöð í Evrópu sem herinn getur sett upp snögglega ef þörf krefur. Framkvæmdir Bandaríkjahers á Íslandi eru liður í þessu ef marka má fjárhagsáætlun Bandaríkjahers fyrir árið 2020. RÚV greinir fyrst frá þessu.

Í áætluninni gengur þetta verkefni undir heitinu ECAOS (European Contingency Air Operations Set). Herinn áætlar að framkvæmdir hans hér á landi muni nema um sjö milljörðum króna.

Í frétt RÚV er haft eftir Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að ekki sé áætlað að Bandaríkjaher muni staðsetja ECAOS hér á landi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.