Íslenski boltinn

Valur enn með fullt hús stiga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margrét Lára skoraði á sínum gamla heimavelli.
Margrét Lára skoraði á sínum gamla heimavelli. vísir/bára
Valur gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann 1-3 sigur á ÍBV í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Valskonur hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni í sumar og eru með þriggja stiga forskot á toppi hennar. Breiðablik getur jafnað Val að stigum með sigri á HK/Víkingi annað kvöld.

Eyjakonur eru í 4. sæti deildarinnar með níu stig. Þær byrjuðu betur í leiknum í kvöld og komust yfir strax á 4. mínútu með marki Emmu Rose Kelly.

Sex mínútum fyrir hálfleik jafnaði Hlín Eiríksdóttir með skalla eftir hornspyrnu. Þetta var fimmta mark hennar í sumar.

Á lokamínútu fyrri hálfleik skoraði Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði ÍBV, svo sjálfsmark og kom Val yfir.

Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir gulltryggði svo sigur Vals þegar hún skoraði þriðja mark liðsins fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-3, Valskonum í vil.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×