Aðdáandi Hitlers bað dómara um miskunn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2019 19:23 Styttan af Robert E Lee ásamt plaggötum sem krefjast þess að garðurinn Lee Park verði endurnefndur Heyer Park til minningar um konuna sem dó þegar keyrt var inn í þvögu mótmælenda. getty/Samuel Corum Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm. Lögmenn mannsins, sem heitir James Alex Fields yngri, sögðu í dómsskjali á föstudag að ákærði ætti ekki að verja restinni af lífi sínu í fangelsi vegna aldurs, erfiðrar æsku og andlegra veikinda. Fields er 22 ára gamall og hefur lýst því yfir að hann telji hvíta kynstofninn gædda yfirburðum yfir öðrum kynþáttum. Fields játaði sekt sína, en hann var ákærður fyrir hatursglæpi, í mars og á að dæma hann þann 28. júní næstkomandi. „Ekkert magn refsinga sem James þarf að sæta mun bæta upp fyrir þann skaða sem hann olli tugum saklausra einstaklinga. En þessi dómur ætti að komast að því að málagjöld hafa sín takmörk,“ skrifaði lögmaður hans. Saksóknarar svöruðu þessu og sögðu að yfirlýsti gyðingahatarinn og aðdáandi Adolfs Hitler hafi ekki sýnt neina iðrun síðan hann keyrði inn í þvöguna þann 12. ágúst 2017, sem varð aðgerðasinnanum Heather Heyer að bana og særði fleiri. Saksóknarar segja að Fields eigi lífstíðardóm skilið og bættu við að það myndi koma í veg fyrir að fleiri myndu fremja „innanríkis hryðjuverk lík þessum.“ Mál Fields hefur valdið spennu í málefnum kynþáttamismununar í Bandaríkjunum. Hann játaði sök sína í mars og játaði einnig að hann hafi af ásettu ráði keyrt bílinn inn í hóp mótmælenda.Mynd af Hitler á náttborðinu Komist var að samkomulagi um það að ekki yrði sóst eftir dauðarefsingu ef hann játaði glæpi sína. Ákæruliðirnir sem hann játaði sök í kalla eftir lífstíðarfangelsi í viðmiðunarreglum alríkisins. Fields var sakfelldur í desember í Virginíu fyrir morð og fleiri ákæruliði. Nú er verið að taka fyrir dómsmál á alríkisstigi og á dómurinn í því máli að falla síðar í vikunni. Fjöldafundurinn 2017 dró hvíta þjóðernissinna til Charlottesville og var þar mótmælt fyrirhugaðri fjarlægingu á styttu af Robert E Lee, herforingja í Suðurríkjasambandinu. Hundruð mótmælenda mætti á mótmælin gegn hvítu þjóðernissinnunum. Í dómsskjalinu sem fram kom á föstudag lagði lögmaður Fields áherslu á erfiða barnæsku hans og geðræn vandamál en mörg smáatriði voru fjarlægð úr skjölunum. Fields var alinn upp af einstæðri móður sem var lömuð fyrir neðan mitti og varð fyrir áfalli þegar hann komst að því að afi hans, sem var gyðingur, hafði myrt ömmu hans áður en hann tók sitt eigið líf, skrifaði lögmaðurinn. Saksóknararnir lögðu áherslu á áralanga sögu hans af skjalfestum kynþáttafordómum og framkomu sem einkenndist af gyðingahatri, sem þeir segja meðal annars sjást í því að hann geymdi mynd af Hitler á náttborði sínu. Þeir sögðu einnig að upptaka úr fangelsissíma varpi ljósi á það að hann hafi talað um móður Heyer af mikilli andúð og hafi hann látið svoleiðis ummæli falla allt þar til í síðasta mánuði. Saksóknarar segja einnig að þótt Fields hafi átt við geðræn vandamál að stríða afsaki það ekki framkomu hans á nokkurn hátt og eigi það ekki að hafa áhrif á dóm hans. „Dæmi um geðræn vandamál ákærða trompa ekki iðrunarleysi hans né fyrri dæmi um kynþáttafordóma,“ skrifuðu þeir. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm. Lögmenn mannsins, sem heitir James Alex Fields yngri, sögðu í dómsskjali á föstudag að ákærði ætti ekki að verja restinni af lífi sínu í fangelsi vegna aldurs, erfiðrar æsku og andlegra veikinda. Fields er 22 ára gamall og hefur lýst því yfir að hann telji hvíta kynstofninn gædda yfirburðum yfir öðrum kynþáttum. Fields játaði sekt sína, en hann var ákærður fyrir hatursglæpi, í mars og á að dæma hann þann 28. júní næstkomandi. „Ekkert magn refsinga sem James þarf að sæta mun bæta upp fyrir þann skaða sem hann olli tugum saklausra einstaklinga. En þessi dómur ætti að komast að því að málagjöld hafa sín takmörk,“ skrifaði lögmaður hans. Saksóknarar svöruðu þessu og sögðu að yfirlýsti gyðingahatarinn og aðdáandi Adolfs Hitler hafi ekki sýnt neina iðrun síðan hann keyrði inn í þvöguna þann 12. ágúst 2017, sem varð aðgerðasinnanum Heather Heyer að bana og særði fleiri. Saksóknarar segja að Fields eigi lífstíðardóm skilið og bættu við að það myndi koma í veg fyrir að fleiri myndu fremja „innanríkis hryðjuverk lík þessum.“ Mál Fields hefur valdið spennu í málefnum kynþáttamismununar í Bandaríkjunum. Hann játaði sök sína í mars og játaði einnig að hann hafi af ásettu ráði keyrt bílinn inn í hóp mótmælenda.Mynd af Hitler á náttborðinu Komist var að samkomulagi um það að ekki yrði sóst eftir dauðarefsingu ef hann játaði glæpi sína. Ákæruliðirnir sem hann játaði sök í kalla eftir lífstíðarfangelsi í viðmiðunarreglum alríkisins. Fields var sakfelldur í desember í Virginíu fyrir morð og fleiri ákæruliði. Nú er verið að taka fyrir dómsmál á alríkisstigi og á dómurinn í því máli að falla síðar í vikunni. Fjöldafundurinn 2017 dró hvíta þjóðernissinna til Charlottesville og var þar mótmælt fyrirhugaðri fjarlægingu á styttu af Robert E Lee, herforingja í Suðurríkjasambandinu. Hundruð mótmælenda mætti á mótmælin gegn hvítu þjóðernissinnunum. Í dómsskjalinu sem fram kom á föstudag lagði lögmaður Fields áherslu á erfiða barnæsku hans og geðræn vandamál en mörg smáatriði voru fjarlægð úr skjölunum. Fields var alinn upp af einstæðri móður sem var lömuð fyrir neðan mitti og varð fyrir áfalli þegar hann komst að því að afi hans, sem var gyðingur, hafði myrt ömmu hans áður en hann tók sitt eigið líf, skrifaði lögmaðurinn. Saksóknararnir lögðu áherslu á áralanga sögu hans af skjalfestum kynþáttafordómum og framkomu sem einkenndist af gyðingahatri, sem þeir segja meðal annars sjást í því að hann geymdi mynd af Hitler á náttborði sínu. Þeir sögðu einnig að upptaka úr fangelsissíma varpi ljósi á það að hann hafi talað um móður Heyer af mikilli andúð og hafi hann látið svoleiðis ummæli falla allt þar til í síðasta mánuði. Saksóknarar segja einnig að þótt Fields hafi átt við geðræn vandamál að stríða afsaki það ekki framkomu hans á nokkurn hátt og eigi það ekki að hafa áhrif á dóm hans. „Dæmi um geðræn vandamál ákærða trompa ekki iðrunarleysi hans né fyrri dæmi um kynþáttafordóma,“ skrifuðu þeir.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira