Áður höfðu borist fréttir af því að Leeds vildi bjóða markverðinum Gianluigi Buffon samning en nýjustu fréttirnar koma jafnvel enn meira á óvart.
Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að Leeds United hafi boðið hinum 42 ára Francesco Totti leikmannasamning.
Francesco Totti lagði skóna á hilluna vorið 2017 en hætti á dögum störfum hjá Roma þar sem hann hafði verið sem leikmaður eða starfsmaður í 30 ár.
Incredibile #Totti: a #Ibiza ha ricevuto un'offerta... per tornare a giocare!
https://t.co/weoJPpOFSBpic.twitter.com/lLI83kzeYb
— FOX Sports (@FOXSportsIT) June 24, 2019
Nú vill Marcelo Bielsa sjá Francesco Totti í búning á nýjan leik og það í Leeds búningi á Elland Road. Francesco Totti átti magnaðan feril með Roma þar sem hann skoraði 307 mörk í 786 leikjum.
Totti er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Roma en hann var allt annað en ánægður með hæstráðendur hjá félaginu þegar hann sagði starfi sínum lausu á dögunum.
Marco Borriello, fyrrum leikmaður ítalska landsliðsins, eyddi tíma með Francesco Totti í sumar og ítölsku miðlarnir hafa það eftir honum að Totti hafi fengið tilboð frá Englandi um að taka skóna af hillunni.
Fox Italia og Tutto Roma settu allt á fullt og grófu það upp að Leeds sé félagið sem um ræðir.
Leeds var nálægt því að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina í vetur en gaf eftir á endanum og féll síðan úr leik á móti Derby í undanúrslitum umspilsins um laust sæti.