Jafnlaunavottun fór seint og hægt af stað en kominn góður gangur núna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2019 13:43 Steinunn Valdís heldur utan um jafnlaunavottun hjá forsætisráðuneytinu en ráðuneytið sér til þess að lögum sé framfylgt, sjálfstæðar vottunarstofur sjá um framkvæmdina. vísir/valli Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira
Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri ásamt ríkisstofnunum eru í þeim hópi fyrirtækja sem ljúka skal jafnlaunavottun fyrir áramót samkvæmt lögum. 90 fyrirtæki af 289 hafa lokið vottuninni nú um mitt ár. Áhyggjur eru af því að það myndist flöskuháls í ferlinu og ómögulegt sé að klára málið fyrir áramót.Sjá einnig: Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Hlutverk forsætisráðuneytisins er að fylgjast með að lögunum sé framfylgt og funda meðþeim sem að málinu standa en fjórar vottunarstofur sjái um framkvæmdina. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu, segir enn væntingar um aðþau tvö hundruð fyrirtæki sem eigi eftir að klára vottunina nái því fyrir áramót. „Við sjáum núna um mitt ár aðþað er gangur í innleiðingu, fyrirtæki eru farin af stað, sem gefur vísbendingar um aðþunginn á seinni hluta árs verði meiri.“ Ýmsar ástæður eru fyrir hægagangi á fyrri hluta árs. „Ýmsar kerfislegar áskoranir hafa komið fram frá lagasetningunni, fáar faggildar vottunarstofur voru fyrir hendi, fyrirtæki hafi farið seint af stað og innleiðingarferlið hefur verið seinlegra en áætlað var,“ segir Steinunn Valdís. Ef ferlið heldur áfram að ganga svo hægt mun ráðuneytið skoða hvort grípa þurfi inn í en fólk er almennt bjartsýnt á að allt gangi mun hraðar næstu mánuði. Steinunn bendir á að vel gangi með markmið laganna en samkvæmt viðhorfskönnun hjá fyrirtækjum sem búin eru að fara í gegnum vottunina séánægja með ferlið. „Mikill meirihluti eða 82% þeirra sem hafa fariðí gegnum ferlið eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir með vottunarferlið, gripið hafi verið til aðgerða þar sem launamunur hefur mælst. Það er auðvitað takmarkið og markmiðið með lagasetningunni. Þetta er verkfæri til þess að ná utan um launamun kynjanna,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Sjá meira
Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári. 25. júní 2019 06:00