Erlent

Sextán létust í troðningi á þjóðhátíðardegi Madagaskar

Kjartan Kjartansson skrifar
Andry Rajoelina forseti tók þátt í hátíðarhöldunum fyrr um daginn. Hann heimsótti þá slösuðu á sjúkrahús og lofaði að ríkið greiddi lækniskostnað þeirra.
Andry Rajoelina forseti tók þátt í hátíðarhöldunum fyrr um daginn. Hann heimsótti þá slösuðu á sjúkrahús og lofaði að ríkið greiddi lækniskostnað þeirra. Vísir/EPA
Troðningur sem myndaðist á íþróttavelli þar sem fólk fagnaði þjóðhátíðardegi Madagaskar varð að minnsta kosti sextán manns að bana í gær. Að sögn yfirvalda myndaðist troðningurinn þegar lögreglan lokaði útgöngum leikvangsins þegar fólk reyndi að yfirgefa hann eftir skrúðgöngu.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að tugir til viðbótar hafi slasast á leikvanginum í höfuðborginni Antananarivo. Eftir skrúðgönguna hafi hlið verið opnuð til að hleypa fólki út en vitni segja að þeim hafi verið lokað snarlega aftur og lögreglumenn hafi stöðvað fólk. Það hafi leitt til troðningsins banvæna.

Einn lést og fleiri en þrjátíu slösuðust í troðningi á knattspyrnuleik á sama leikvangi í september í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×