Innlent

Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Vísir/vilhelm
Makrílkvóti íslenskra skipa verður aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra segir að áfram verði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu.

Samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra verður makrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn. Um er að ræða rúmlega 32 þúsund lestum meira en fyrri viðmiðunarreglur hefðu gefið. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Sjávarútvegsráðherra segir að áfram verði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur ekki verið hleypt að samningaborðinu.

„Við Íslendingar höfum lagt okkur fram á undanförnum árum og erum tilbúin að gera það áfram en við að sjálfsögðu stöndum vörð um okkar rétt. Það háttar bara hins vegar þannig til að Norðmenn, Færeyingar og Evrópusambandið hafa ekki hleypt Íslandi að samningaborðinu þrátt fyrir alþjóðleg réttindi og skyldur sem að Íslendingar hafa í þeim efnum. Mér fannst nóg komið af því verklagi og erum að sýna að við ætlum ekki að láta ganga á okkar rétt, en að sjálfsögðu munum við hér eftir sem hingað til vera tilbúin að vinna að því heilum hug að það náist heildarsamkomulag allra strandríkja. Það er auðvitað öllum fyrir bestu,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×