Innlent

Tyrkir taka Bjarna Ben fyrir á Twitter

Sylvía Hall skrifar
Bjarni styður íslenska landsliðið af heilum hug.
Bjarni styður íslenska landsliðið af heilum hug. Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tjáði sig um hið umtalaða þvottaburstaatvik á Twitter-síðu sinni í dag. Líkt og aðrir sem hafa fléttast inn í umræðuna fór hann ekki varhluta af reiði stuðningsmanna tyrkneska landsliðsins og hafa hátt í sex hundruð manns svarað færslu hans.

Sjá einnig: Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér

Í færslu Bjarna segir hann atvikið vera „dálítið fyndið“ en ekki móðgun. Hvað varðar tímann sem það tók landsliðið að komast út af flugvellinum sagði Bjarni það skipta máli að sinna öryggiseftirliti á alþjóðaflugvelli.

Þá vísaði hann til atviks á blaðamannafundi landsliðsins í dag þar sem einn tyrkneskur blaðamaður brást ókvæða við þegar ummæli Arons Einars Gunnarssonar, fyrirliða lansdliðsins, voru einungis þýdd á ensku en ekki tyrknesku í lok fundar. Sagðist Bjarni ekki reiðast þegar erlent tungumál væri þýtt á ensku en ekki íslensku.

Að lokum sagði hann fótbolta snúast um gleði og skemmtun og óskaði strákunum okkar góðs gengis í leiknum á morgun.

„Áfram Ísland!“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.