Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 14:02 Hér sést maðurinn, sem virðist vera Belgi, reka þvottaburstann í áttina að fyrirliða tyrkneska liðsins. Vísir/Getty Aðdáendur tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu virðast vera búnir að hafa uppi á manninum sem rak þvottabursta framan í fyrirliða liðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Atvikið hefur reitt Tyrki til reiði sem hafa sett inn fjölda athugasemda við mynd á Facebook-síðu mannsins sem virðist vera frá Belgíu.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá þessu en svo virðist vera sem að þessi maður heiti Corentin Siamang. Leikmenn tyrkneska landsliðsins voru afar ósáttir þegar þeir komu úr öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í gær. Þegar þeir höfðu komist í gegnum hann tók við þeim fjöldi fjölmiðlamanna frá Tyrklandi sem leikmennirnir nýttu til að lýsa yfir óánægju sinni vegna þess hve langan tíma öryggisleitin tók.Sjá einnig: Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Siamang gekk inn í fjölmiðlahópinn vopnaður þvottabursta og þóttist taka viðtal við fyrirliða liðsins, Emre Belözoglu. Olli þetta mikilli reiði meðal Tyrkja sem töldu að þarna hefði verið á ferðinni íslenskur íþróttafréttamaður og herjuðu á alla slíka sem þeir fundu á Twitter. Aðdáendur tyrkneska liðsins virðast nú hafa fundið manninn sem er ansi líkur þeim sem var með þvottaburstann á Keflavíkurflugvelli. Hafa aðdáendurnir herjað á Facebook síðu Siamang í dag sem hefur brugðið á það ráð að takmarka aðgang að henni í kjölfarið. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira
Aðdáendur tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu virðast vera búnir að hafa uppi á manninum sem rak þvottabursta framan í fyrirliða liðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Atvikið hefur reitt Tyrki til reiði sem hafa sett inn fjölda athugasemda við mynd á Facebook-síðu mannsins sem virðist vera frá Belgíu.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá þessu en svo virðist vera sem að þessi maður heiti Corentin Siamang. Leikmenn tyrkneska landsliðsins voru afar ósáttir þegar þeir komu úr öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í gær. Þegar þeir höfðu komist í gegnum hann tók við þeim fjöldi fjölmiðlamanna frá Tyrklandi sem leikmennirnir nýttu til að lýsa yfir óánægju sinni vegna þess hve langan tíma öryggisleitin tók.Sjá einnig: Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Siamang gekk inn í fjölmiðlahópinn vopnaður þvottabursta og þóttist taka viðtal við fyrirliða liðsins, Emre Belözoglu. Olli þetta mikilli reiði meðal Tyrkja sem töldu að þarna hefði verið á ferðinni íslenskur íþróttafréttamaður og herjuðu á alla slíka sem þeir fundu á Twitter. Aðdáendur tyrkneska liðsins virðast nú hafa fundið manninn sem er ansi líkur þeim sem var með þvottaburstann á Keflavíkurflugvelli. Hafa aðdáendurnir herjað á Facebook síðu Siamang í dag sem hefur brugðið á það ráð að takmarka aðgang að henni í kjölfarið.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30