Innlent

Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér sést maðurinn, sem virðist vera Belgi, reka þvottaburstann í áttina að fyrirliða tyrkneska liðsins.
Hér sést maðurinn, sem virðist vera Belgi, reka þvottaburstann í áttina að fyrirliða tyrkneska liðsins. Vísir/Getty
Aðdáendur tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu virðast vera búnir að hafa uppi á manninum sem rak þvottabursta framan í fyrirliða liðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Atvikið hefur reitt Tyrki til reiði sem hafa sett inn fjölda athugasemda við mynd á Facebook-síðu mannsins sem virðist vera frá Belgíu.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá þessu en svo virðist vera sem að þessi maður heiti Corentin Siamang. Leikmenn tyrkneska landsliðsins voru afar ósáttir þegar þeir komu úr öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í gær. Þegar þeir höfðu komist í gegnum hann tók við þeim fjöldi fjölmiðlamanna frá Tyrklandi sem leikmennirnir nýttu til að lýsa yfir óánægju sinni vegna þess hve langan tíma öryggisleitin tók.

Sjá einnig: Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins

Siamang gekk inn í fjölmiðlahópinn vopnaður þvottabursta og þóttist taka viðtal við fyrirliða liðsins, Emre Belözoglu. Olli þetta mikilli reiði meðal Tyrkja sem töldu að þarna hefði verið á ferðinni íslenskur íþróttafréttamaður og herjuðu á alla slíka sem þeir fundu á Twitter.

Aðdáendur tyrkneska liðsins virðast nú hafa fundið manninn sem er ansi líkur þeim sem var með þvottaburstann á Keflavíkurflugvelli. Hafa aðdáendurnir herjað á Facebook síðu Siamang í dag sem hefur brugðið á það ráð að takmarka aðgang að henni í kjölfarið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×