Erlent

Játar að hafa misnotað nemanda sinn

Sylvía Hall skrifar
Zamora skilaði inn kennsluréttindum sínum í desember á síðasta ári.
Zamora skilaði inn kennsluréttindum sínum í desember á síðasta ári. Lögreglan í Maricopa County/Getty

Brittany Zamora, 27 ára gamall kennari í Arizona í Bandaríkjunum, hefur játað að hafa átt í kynferðislegu sambandi við þrettán ára gamlan nemanda sinn. Þetta kemur fram á vef People.

Zamora var handteinn í mars á síðasta ári eftir að foreldrar drengsins höfðu samband við yfirvöld vegna málsins. Sagði stjúpmóðir drengsins hann hafa hagað sér „grunsamlega“ og viljað loka að sér á kvöldin.

Í kjölfarið lét stjúpmóðirin setja foreldraforrit sem gerði henni kleift að fylgjast með skilaboðum í síma drengsins. Hún hafi séð fjölda óviðeigandi skilaboða frá kennaranum og krafið hann svara og hann hafi játað að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Zamora.

Samkvæmt lögreglu hafði hún sent drengnum nektarmyndir af sjálfri sér og sambandið hafi orðið grófara með tímanum. Dæmi eru um að hún hafi sýnt bekknum kennslumyndbönd á meðan hún hafi setið aftast með drengnum og snert hann á óviðeigandi hátt. Þá hafði hún beðið vin hans að fylgjast með því að enginn kæmi í herbergi þar sem hún hugðist stunda kynlíf með drengnum.

Zamora skilaði inn kennsluréttindum sínum í desember á síðasta ári og hefur verið ákærð fyrir barnamisnotkun og að hafa haft samræði við barn undir lögaldri. Hún á yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.