Innlent

Lögreglan rannsakar meinta líkamsárás á Kótelettunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Árasin er sögð hafa átt sér stað í kjölfar samtals við ökumann leigubifreiðar.
Árasin er sögð hafa átt sér stað í kjölfar samtals við ökumann leigubifreiðar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar líkamsárás sem er talin hafa átt sér stað klukkan fjögur aðfaranótt sunnudagsins 9. júní síðastliðinn í kjölfar tónleika á matar- og tónlistarhátíðinni Kótelettunni. Tónleikarnir fóru fram við Hvíta húsið á Selfossi.

Hefur lögreglu borist kæra vegna málsins en atvikið mun hafa átt sér stað sunnan við tónleikasvæðið, gegnt Bílanaust í kjölfar þess að þolandi hafði rætt við ökumann leigubifreiðar.

Óskar lögregla eftir því að þeir sem veitt geti upplýsingar um atvikið hafi samband við lögreglu í póstfangið sudurland@logreglan.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.