Innlent

Lögreglan rannsakar meinta líkamsárás á Kótelettunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Árasin er sögð hafa átt sér stað í kjölfar samtals við ökumann leigubifreiðar.
Árasin er sögð hafa átt sér stað í kjölfar samtals við ökumann leigubifreiðar. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar líkamsárás sem er talin hafa átt sér stað klukkan fjögur aðfaranótt sunnudagsins 9. júní síðastliðinn í kjölfar tónleika á matar- og tónlistarhátíðinni Kótelettunni. Tónleikarnir fóru fram við Hvíta húsið á Selfossi.Hefur lögreglu borist kæra vegna málsins en atvikið mun hafa átt sér stað sunnan við tónleikasvæðið, gegnt Bílanaust í kjölfar þess að þolandi hafði rætt við ökumann leigubifreiðar.Óskar lögregla eftir því að þeir sem veitt geti upplýsingar um atvikið hafi samband við lögreglu í póstfangið sudurland@logreglan.is.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.