Heitir hálfri milljón í fundarlaun fyrir GPS-diska Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2019 15:43 Svona líta diskarnir út. Jóhannes hefur heitið hálfri milljón í fundarlaun og skorar á alla sem upplýsingar hafa um málið að koma ábendingum þar um til lögreglunnar. „Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“ Lögreglumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
„Jæja, þjófar!!!“ Svo hefst ávarp Jóhannesar Geirs Sigurjónssonar verktaka í Grímsnesinu í tilkynningu sem hann setur inn í Facebookhópinn Brask og brall. Jóhannes Geir lenti í því að stolið var af jarðýtu hans tveimur GPS diskum. Hann heitir 500 þúsund krónum þeim sem veitt geta upplýsingar um málið sem gæti orðið til að leysa það.Lögreglan gerir lítið í málinu Ýmsum gæti þótt þetta rausnarleg fundarlaun en Jóhannes Geir segir, í samtali við Vísi, diskana talsvert verðmætari. Samanlagt slagar virði þeirra hátt í átta milljónir. Þeir eru til að sýna hæðarpunkta svo gera megi vegina beina. „Þessu var stolið síðustu nótt. Var fast á jarðýtunni og öllum vinnuvélunum,“ segir Jóhannes Geir sem var við vegagerð í Grafningnum. Hann hefur tilkynnt málið til lögreglu en segir hana ekki aðhafast neitt í málinu. Þegar Vísir reyndi að hringja í lögregluna á Suðurlandi vildi ekki betur til en þar var bókstaflega enginn til að svara símhringingum.Hér er jarðýtan en þaðan var stolið verðmætum GPS diskum sem mæla til dæmis hæðarpunkta svo hafa megi vegi beina og slétta.„Þetta stoppar verk sem kostar fleiri fleiri milljónir fyrir þjóðina,“ segir Jóhannes Geir gramur og vandar hvorki lögreglu né tryggingarfélaginu kveðjurnar. Segir alveg sama hvernig tryggingar eru keyptar, tryggingarfélagið neitir allra bragða til að koma sér hjá því að greiða skaðann. Koparvír stolið úr þremur krönum Jóhannes Geir segist hafa heyrt af því að fleiri GPS diskum hafi verið stolið frá verktakafyrirtækjum í höfuðborginni. Hann er sannfærður um að um skipulagða glæpi sé að ræða og diskunum verðmætu sé komið úr landi; enginn verktaki á Íslandi er líklegur til að kaupa þýfi af þessu tagi. Vísir sendi spurningu til eins stórs verktaka, Ístaks og spurði hvort það hafi borið á þjófnuðum af þessu tagi hjá þeim. Að sögn Karls Andreassen framkvæmdastjóra hefur ekki komið til þess, enn sem komið er. En, hann tekur undir með Jóhannesi Geir: „Það er ýmislegt sem bendir til að erlendir aðilar komi hingað af og til og geri út á svona stuldi. Við höfum lent í að allur kobarvír úr 3 krönum hjá okkur var klipptur í burtu á geymslusvæði. Kranarnir voru lítils virði eftir þann stuld.“
Lögreglumál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira