Fótbolti

Guðni ætlar að ræða við Hamrén um vindilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins.Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns.„Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag.„Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið.„Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma.Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan.Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.