Fótbolti

Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir

Birgir Olgeirsson skrifar
Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu.
Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. FBL/Anton Brink

Starfsmenn knattspyrnusambands Íslands ætla að skoða hótanir sem íslensku knattspyrnufólki barst í aðdraganda leiks karlalandsliðs Íslands gegn því tyrkneska á Laugardalsvelli í gær.

Þjálfari karlaliðsins, Erik Hamrén, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær en þar sagði hann að leikmönnum karla- og kvennalandsliðanna, ásamt leikmönnum yngri landsliða Íslands, hefði verið hótað lífláti í aðdraganda leiksins af stuðningsmönnum tyrkneska liðsins.

Spurð hvort KSÍ muni fara lengra með málið svarar Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins, að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það en þessar hótanir séu meðal þess sem starfsmennirnir munu skoða í kjölfar leiksins.

„Hvort við munum eitthvað gera í þessum höfum við ekki tekið ákvörðun um,“ segir Klara.

„Það hafa ansi margir skoðanir á fótboltanum og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við fáum hótanir, þó vissulega séu þær fleiri og alvarlegri en áður,“ segir Klara.

Spurð frekar út í ummæli Hamrén sagðist hún ekki kannast við hvað hann var að vísa í, en það yrði kannað betur..

„Á þessari stundu er fátt um svör,“ segir Klara. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.