Erlent

Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Boris Johnson er hann hóf kosningabaráttu.
Boris Johnson er hann hóf kosningabaráttu. Nordicphotos/AFP
Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum enda nauðsynlegt verkfæri í viðræðunum við ESB. Þetta sagði utanríkisráðherrann fyrrverandi í gær þegar hann hóf formlega kosningabaráttu sína í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins.

Johnson er einn tíu frambjóðenda sem sækjast eftir stöðunni, og þar með því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands er Theresa May hverfur frá störfum. Hann mælist vinsælastur í skoðanakönnunum og nýtur sömuleiðis, samkvæmt breska ríkisútvarpinu, stuðnings flestra þingmanna flokksins.

Þá sagði Johnson enn fremur að Bretar þyrftu nauðsynlega að ganga út úr ESB þann 31. október næstkomandi. Ekki mætti fresta útgöngu enn á ný. „Töf þýðir tap, töf þýðir Corbyn,“ sagði Johnson og átti þar við að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, myndi ná völdum í þeirri stöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×