Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 17:42 Stilla úr myndbandi sem Bandaríkjastjórn birti í dag. Það á að sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af öðru flutningaskipinu sem ráðist var á í gær. Vísir/EPA Áhöfn japansks flutningaskips sem ráðist var á í Ómanflóa sá einhvers konar flugskeyti lenta á því, að sögn eiganda þess. Sú frásögn stangast á við fullyrðingar bandarískra stjórnvalda sem birtu í dag myndband sem þau segja sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af flutningaskipinu. Ráðist var á tvö flutningaskip með einhvers konar sprengjum í Ómanflóa í gær. Bandarísk stjórnvöld kenna Írönum um árásirnar og lögðu fram myndbandið í dag. Halda þau því fram að tundurdufl sem fest er á með segli hafi verið notað í árásunum. Írönsk stjórnvöld hafna því alfarið. Yutaka Katada, forseti Kokuka Sangyo sem á annað flutningaskipið, segir að filippseysk áhöfn skipsins hafi séð einhvers konar flugskeyti stefna á skipið, ekki tundurdufl. „Þeir segja að eitthvað hafi flogið í áttina að þeim, svo varð sprenging, síðan var gat á skipinu,“ sagði Katada við fréttamenn, að sögn Washington Post. Skipverjarnir hafi séð annað skeyti í kjölfarið. Katada telur að verksummerkin á skipinu bendi frekar til þess að það hafi orðið fyrir skeyti en að sprengja hafi sprungið á því. Þegar seinni sprengingin varð ákvað skipstjórinn að láta áhöfnina yfirgefa skipið. Áhöfnin hafi séð íransk herskip í grenndinni.Þörf á óháðri rannsókn á árásunum Árásirnar hafa aukið enn á spennuna á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda sem hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir óháðri rannsókn á árásunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er afar mikilvægt að komast að sannleikanum og það er afar mikilvægt að ábyrgðin komist á hreint. Augljóslega er aðeins hægt að gera það ef það er sjálfstæð eining sem staðreyndir þær staðreyndir,“ sagði Guterres. Aðeins öryggisráðið gæti skipað fyrir um slíka rannsókna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Áhöfn japansks flutningaskips sem ráðist var á í Ómanflóa sá einhvers konar flugskeyti lenta á því, að sögn eiganda þess. Sú frásögn stangast á við fullyrðingar bandarískra stjórnvalda sem birtu í dag myndband sem þau segja sýna áhöfn íransks báts fjarlægja ósprungna sprengju af flutningaskipinu. Ráðist var á tvö flutningaskip með einhvers konar sprengjum í Ómanflóa í gær. Bandarísk stjórnvöld kenna Írönum um árásirnar og lögðu fram myndbandið í dag. Halda þau því fram að tundurdufl sem fest er á með segli hafi verið notað í árásunum. Írönsk stjórnvöld hafna því alfarið. Yutaka Katada, forseti Kokuka Sangyo sem á annað flutningaskipið, segir að filippseysk áhöfn skipsins hafi séð einhvers konar flugskeyti stefna á skipið, ekki tundurdufl. „Þeir segja að eitthvað hafi flogið í áttina að þeim, svo varð sprenging, síðan var gat á skipinu,“ sagði Katada við fréttamenn, að sögn Washington Post. Skipverjarnir hafi séð annað skeyti í kjölfarið. Katada telur að verksummerkin á skipinu bendi frekar til þess að það hafi orðið fyrir skeyti en að sprengja hafi sprungið á því. Þegar seinni sprengingin varð ákvað skipstjórinn að láta áhöfnina yfirgefa skipið. Áhöfnin hafi séð íransk herskip í grenndinni.Þörf á óháðri rannsókn á árásunum Árásirnar hafa aukið enn á spennuna á milli bandarískra og íranskra stjórnvalda sem hefur stigmagnast undanfarnar vikur og mánuði. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í dag eftir óháðri rannsókn á árásunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er afar mikilvægt að komast að sannleikanum og það er afar mikilvægt að ábyrgðin komist á hreint. Augljóslega er aðeins hægt að gera það ef það er sjálfstæð eining sem staðreyndir þær staðreyndir,“ sagði Guterres. Aðeins öryggisráðið gæti skipað fyrir um slíka rannsókna á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30