Fótbolti

Ögmundur orðaður við Rangers

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. Vísir/Getty
Skoska stórveldið Rangers er sagt áhugasamt um að fá íslenska landsliðsmarkmanninn Ögmund Kristinsson til liðs við sig.

Íslendingavaktin greindi fyrst frá því að samkvæmt gríska blaðinu Sportime hafi skoska stórveldið Rangers áhuga á Ögmundi.

Ögmundur er á mála hjá gríska félaginu AE Larissa og átti mjög gott tímabil í vetur, hann spilaði alla leiki fyrir félagið og hélt hreinu í 12 af 34 leikjum. Larissa endaði í 10. sæti í grísku úrvalsdeildinni en Ögmundur var valinn besti leikmaður liðsins í vetur.

Rangers er sagt vilja fá Ögmund til þess að taka við af Allan McGregor, en hann er orðinn 37 ára gamall. Steven Gerrard er við stjórnvöllinn hjá Rangers sem endaði í öðru sæti skosku deildarinnar í vetur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×