Innlent

Lögregla lýsir eftir konu á fimmtugsaldri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Síðast er vitað um ferðir konunnar á miðvikudag.
Síðast er vitað um ferðir konunnar á miðvikudag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík síðastliðinn miðvikudag. Heiðrún er 165 sm á hæð, grannvaxin og með ljóst, axlarsítt hár. Hún var klædd í bláar gallabuxur og brúnleita peysu.

Heiðrún hefur til umráða brúnan Skoda Fabia og skráningarnúmerið er PT-893.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Heiðrúnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.