Enski boltinn

United sagt áhugasamt um miðvörð West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Diop í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í vetur
Diop í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í vetur vísir/getty
Manchester United hefur áhuga á að fá varnarmann West Ham Issa Diop til liðsins. Sky Sports greindi frá þessu í dag.

West Ham vill ekki selja varnarmanninn, sem spilaði 38 leiki fyrir Lundúnaliðið á síðasta tímabili, og hlusta ekki á tilboð undir 60 milljónum punda.

Samkvæmt frétt Sky er United tilbúið að borga 45 milljónir punda fyrir Diop ásamt því að bjóða leikmann í staðinn.

Helsta markmið United í sumarglugganum er miðvörður. Kalidou Koulibaly hjá Napólí er sagður kosta 100 milljónir punda og verðmiðinn á Harry Maguire er 80 milljónir punda, svo Diop er ódýrari kostur en þeir báðir.

United er nú þegar búið að kaupa einn leikmann í sumar, kantmanninn Daniel James, og þá er félagið að undirbúa annað tilboð í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×