Enski boltinn

United sagt áhugasamt um miðvörð West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Diop í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í vetur
Diop í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson í vetur vísir/getty

Manchester United hefur áhuga á að fá varnarmann West Ham Issa Diop til liðsins. Sky Sports greindi frá þessu í dag.

West Ham vill ekki selja varnarmanninn, sem spilaði 38 leiki fyrir Lundúnaliðið á síðasta tímabili, og hlusta ekki á tilboð undir 60 milljónum punda.

Samkvæmt frétt Sky er United tilbúið að borga 45 milljónir punda fyrir Diop ásamt því að bjóða leikmann í staðinn.

Helsta markmið United í sumarglugganum er miðvörður. Kalidou Koulibaly hjá Napólí er sagður kosta 100 milljónir punda og verðmiðinn á Harry Maguire er 80 milljónir punda, svo Diop er ódýrari kostur en þeir báðir.

United er nú þegar búið að kaupa einn leikmann í sumar, kantmanninn Daniel James, og þá er félagið að undirbúa annað tilboð í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka hjá Crystal Palace.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.