Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 12:49 Um 600 sumarbústaðir eru í Skorradal. Vísir/Bjarni Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53