Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 18:53 Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira