Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Sighvatur Jónsson skrifar 15. júní 2019 14:30 Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir æfinguna hafa gengið vel. Nægur mannskapur hafi verið til að nýta allan tækjabúnað liðsins. Mynd/Ágúst Ágústsson Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri. Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. 50 manna slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærkvöldi vegna æfingar. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að um helmingur slökkviliðsins hafi skilað sér og æfingin hafi gengið vel. „Æfingin var sett upp þannig að það hafi komið upp eldur af mannavöldum þannig að vegurinn lokaðist. Fyrsta verkefnið var að slökkva þann ímyndaða eld. Svo voru tvö önnur verkefni innar í dalnum æfð, húsbruni og eldur í ruslagámi.“ Þórður segir að mannskapurinn hafi ráðið við verkefnið og allur búnaður slökkviliðsins hafi nýst.Bakvakt verður hjá slökkviliði Borgarbyggðar um helgina vegna þurrka á Vesturlandi.Mynd/Ágúst ÁgútssonÓbreyttir borgarar flækjast fyrir Greint var frá því á Vísi í gær að eigendur sumarhúsa í Skorradal hafi óskað eftir því að taka þátt í æfingunni. Fram kom að sumarbústaðaeigendur hafi rætt sín á milli um að þeir fengju þjálfun í fyrstu viðbrögðum ef upp kæmi eldur á svæðinu. Þórður segist hafa séð frétt um áhuga sumarbústaðaeigenda á því að koma að æfingunni. „Þeir höfðu aldrei samband við okkur. Við fögnum því ef þau vilja taka þátt. Við viljum helst losna við óbreytta borgara af svæðinu því að oft á tíðum þvælast þeir bara fyrir.“Þannig að það geti flækt málin að bústaðaeigendur bjóði fram aðstoð sína? „Þegar við erum komnir með allt okkar lið [á vettvang] þá truflar það nú frekar heldur en hitt, með fullri virðingu. En öll hjálp er vel þegin,“ segir Þórður. Bakvakt verður áfram um helgina hjá slökkviliði Borgarbyggðar vegna ástandsins. Þórður vonar að rigning sem spáð er á þjóðhátíðardaginn 17. júní bleyti í gróðri.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira