Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 13:03 Margir hafa kvartað undan bitum. Vísir/Vilhelm Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur. Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur.
Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10