Innlent

Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar

Jakob Bjarnar skrifar
Lúsmý er sannkönnuð plága, ógeðslegt kvikindi og eru stungur þess djúpar. Þeir sem hafa lent í lúsmý nú eru meðal annarra Karl, Bubbi og Hildur Helga.
Lúsmý er sannkönnuð plága, ógeðslegt kvikindi og eru stungur þess djúpar. Þeir sem hafa lent í lúsmý nú eru meðal annarra Karl, Bubbi og Hildur Helga.
Ofsakláði fylgir slæmu og djúpu biti lúsmýsins. Þetta segir Karl Tómasson, trymbill Gildrunnar og bæjarstjórnarmaður í Mosfellsbæ, sem er nú sundurbitinn og nagaður af lúsmýi.

„Lúsmýið er komið og greinilega til að vera. Slæm sending og virkilega aggresíft kvikindi. Síðasta nótt var erfið og ég kvíði sannarlega komandi nætur. Þessi mynd af handlegg mínum er nánast að endurtaka sig,“ tilkynnir Karl á Facebooksíðu sinni. En vinir hans þar hafa fengið að fylgjast með raunum Karls.

„Hún réðist beint á æðina á handlegg mínum. Þetta er svakalega slæm sending. Bitin eru vond, maður finnur fyrir þeim og kláðinn er mikill.“

Karl bókstaflega étinn af kvikindinu

Karl segir í samtali við Vísi þetta ekkert nýtt. Hann deildi frétt sem Svavar Hávarðsson skrifaði í Fréttablaðið árið 2015 en þá lenti Karl illa í lúsmýinu.





Karl sem býr við í námunda við Meðalfellsvatn segir hús sitt og fjölskyldunnar umkringt trjám. Því sé þar oft logn og svo vitnað sé í Erling Ólafsson skordýrafræðing, þá eru það kjöraðstæður fyrir þetta kvikindi.

Aðrir sem hafa greint frá því að vera illa bitnir er fjölmiðlakonan Hildur Helga Sigurðardóttir og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens.

Karl segir sérlega viðkvæmur fyrir biti lúsmýsins. Hér er mynd eftir árásina 2015 en hann er allur í örum eftir þær hremningar.
Karl segist bókstaflega hafa verið étinn af þessum ófögnuði árið 2015 en þá kom þetta upp í fyrsta skipti. Hann var að fara að vinna um nóttina, við að keyra rútu og ákvað að blunda í litlu gestahúsi sem er við húsið. Frásögn hans minnir á hryllingsmynd.

„Það var hiti og molla og þannig að ég hafði opið, lagðist ofan á sængina á nærbuxunum einum saman og sofnaði. Svo vakna ég við þetta helvíti, eða er milli svefns og vöku og hélt þetta væru kannski einhverjar fjórar flugur að angra mig. Og bandaði þeim frá mér.“

En, svo er það að áður en vekjaraklukkan nær að vekja Karl þá vaknar hann við að það er ský af lúsmýi hreinlega að éta hann.

Leita inn í híbýli og skríða undir sængina

„Ég hélt að þetta væru mýflugur. En, strax eftir að þetta spyrst höfðu þeir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands samband við mig og áttuðu sig á því að þetta er ekkert venjulegt mýbit sem þarna er á ferðinni.

Karl fórnaði sér og leyfði einu kvikindanna að skríða á sér til að ná mynd af því. Erfitt er að greina það með berum augum. En, þú finnur það skríða á þér og bitið fer ekkert á milli mála.Kalli Tomm
Tíðindin vöktu verulegan óhug og fljótlega uppúr þessu komu upp fleiri tilfelli.

„Þeir fóru í að rannsaka þetta kvikindi og sjá að þetta er lúsmý; skæð fluga með talsvert verra bit en moskító. Dýpri og verri bit. Þú ert illa út leikinn, ég er allur í örum eftir þetta. Þetta er ekkert venjulega vond bit.“

Karl segir þetta pínulítið kvikindi og erfitt að greina það með berum augum, alveg sérlega viðbjóðslegt en bitin fara ekkert á milli mála.

„Nóttin í nótt var hryllingur. Það er bara þannig. Þetta er djöfulleg sending.

Þetta kvikindi leitar inní híbýli á nóttunni og hefst þá handa.

Ég var að vesenast í garðinum um helgina og fór strax í alklæðnað. En verst er þetta á nóttinni. Þá skríða þær bara undir sængina, ég svaf ekkert í nótt. Hræddur um að þessi nótt verði erfið.“

 

Illvigur bitvargur sem erfitt er að verjast

Erfitt er að verjast kvikindinu, að sögn Karls. Hann hefur reynt eitt og annað húsráðið en lúsmýið hlustar ekkert á það, þetta sem Karl hefur reynt.

„Þetta er alveg ömurlega leiðinlegt, ef er logn þá er ekki hægt að vera ber að ofan. Lítið kvikindi. Sem reyndar virðist ekki þolir neinn vind. Þannig að næst ætlum við að prófa að fá okkur viftu í svefnherbergið.

Erling Ólafsson skordýrafræðingur stjórnaði rannsókn Náttúrfræðistofnunar árið 2015 á skæðum bitvörgum. Hann segist sennilega hafa haft flær og mý fyrir rangri sök, lúsmýið hefur verið iðið við kolann.
Fréttablaðið birti umfjöllun um lúsmý árið 2015 og þá var greint frá því að lúsmý sé ekki nýr landnemi, en aðstæður í umhverfinu valdi því að þessi illvígi bitvargur gerði mjög vart við sig á suðvestanverðu landinu þá.

Flær og bitmý haft fyrir rangri sök

Í greiningu smádýra hjá Náttúrufræðistofnun (NÍ) sumarið 2015 var sjónum beint að blóðþyrstum kvikindum; lúsmýs, skógarmítla og moskítóflugu. Erling Ólafsson stýrði rannsóknum og sagði nokkrar tegundir lúsmýs hafi áður verið staðfestar hér á landi en ættkvíslin Culicaides var ekki þar á meðal. Tegundir lúsmýs er er erfitt að greina en lúsmý af þessari ættkvísl hefur verið staðfest hér.

„Tegundir af ættkvíslinni eru skæðar blóðsugur á mönnum og búsmala og bitin einstaklega óþægileg.

Erling segir ekki sannað af hverju lúsmý rauk upp úr öllu valdi 2014.

„Skýringin liggur líklegast í veðurfarinu. Í fyrra kom enginn maímánuður, apríl náði langt fram í júní, má segja. Þegar veður batnaði gerðust hlutirnir hratt og þetta blossaði upp, ekki bara lúsmý heldur miklu fleira -fiðrildategundir og fleira sem hafði verið í biðstöðu í kuldanum. Þá kom margt fram á skömmum tíma sem annars gerist hægt og bítandi,“ sagði Erling.

Þarna er hugsanlega komin skýringu á áður óútskýrðum bitum í gegnum tíðina. „Flær og bitmý hef ég kannski lengi haft fyrir rangri sök,“ sagði Erling þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×