Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 11:30 Moskítóflugan er náskyld lúsmýinu svo það er spurning hvort von sé á þeim flugum hingað til lands á næstu árum. vísir/getty Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00