Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2019 20:00 Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43