Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2019 20:00 Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina og leitaði fjöldi fólks á læknavaktir vegna bita. Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur af ættbálki tvívængja. Lúsmýið er náskylt moskítóflugum og bitmýi. Það er örsmátt, sést illa og sýgur blóð úr öðrum spendýrum. Lirfan lifir í vatni, en þegar hún klekst út þá eru kjöraðstæður hennar hlýir dagar með litlum vindi eins og þeir dagar sem við höfum upplifað í sumar.En hvers vegna er fólk svona illa bitið þessa dagana? „Það er vegna þess að það hafa verið þessi veðurskilyrði. Það hefur verið hlýtt og lygnt og nánast logn dag eftir dag. Þá ná þær sér upp og komast í hús og bíta innan dyra og á nóttunni,“ sagði Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði.FBL/KRISTINNÁður virtist lúsmýið helst finnast á Suðvesturhorni og Suðurlandi en nú er það einnig að finna á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi.Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja bit? „Já, það er að passa að þetta komist ekki inn í sumarbústaði og hús. Hafa ekki allt opið og hleypa þessu inn. Það er líka hægt að skapa vind inni í húsum t.d. með borðviftu og láta hana blása vel í kringum rúmið þegar maður sefur,“ sagði Gísli. Hann segir mikilvægt að meðhöndla bitin með græðandi smyrsli. Oft geti reynst gott að taka ofnæmistöflu og verkjatöflu verði viðbrögð mikil.Er þetta lúsmý komið til að vera? „Já og mun dreifa sér um allt land. Flestar þjóðir í nágrannalöndunum hafa vanist þessu og komist vel af ,“ sagði Gísli.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lúsmý herjar á landann: Stera- og kláðastillandi krem seldust upp í Lyfju í Lágmúla Sterakremið Mildison, sem notað er til að slá á flugnabit, seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en von er á nýrri sendingu núna á milli átta og níu. 18. júní 2019 08:45
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43