Enski boltinn

Van Gaal lætur Woodward heyra það: „Hefur engan skilning á fótbolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal er hann skrifaði undir hjá United.
Van Gaal er hann skrifaði undir hjá United. vísir/getty
Louis van Gaal, fyrrum stjóri Mancheser United, lætur gamminn geysa í viðtali við þýskt tímarit um tíma sinn hjá Manchester United og vandar ekki Ed Woodward kveðjurnar.

Þessi 67 ára gamli fyrrum stjóri, sem stýrði meðal annars Bayern Munchen, Barcelona og hollenska landsliðinu á sínum ferli, segir að mestu vandræði United séu vegna stjórnarformannsins Woodward.

„Hjá Bayern þá eru þeim sem stýra fótboltamenn. Ég ber alltaf mikla virðingu fyrir því,“ en Van Gaal var rekinn frá United 2016. Hann segir sögu sína í samtali við tímaritið 11 Freunde.

„Hjá Manchester United er það annað. Ed Woodward var komið fyrir sem yfirmanni - einhver sem hefur ekkert vit á fótbolta og var áður fjárfestingarmaður í banka.“

Þrátt fyrir að vinna enska bikarinn þá var Van Gaal látinn fara en United tryggði sér ekki sæti í Meistaradeildinni. Í stað hans var Jose Mourinho ráðinn.

„Þeir vildu Mourinho og hann var á lausu. Að ráða hann var augljóslega áhugavert frá viðskiptarsjónarhliðinni. Hann vinnur leiki og fyrir félag eins og United er mikilvægast að vinna titla.“

„Hvernig titlarnir eru unnir eru ekki aðalatriðið því enskir stuðningsmenn sjá þetta í öðru ljósi. Þeir samþykkja það að sóknin sé ekki alltaf í aðalhlutverki,“ sagði þessi áhugaverði fyrrum knattspyrnustjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×