Enski boltinn

Ráðleggur De Ligt að velja Guardiola fram yfir Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt í treyju Ajax á síðustu leiktíð.
De Ligt í treyju Ajax á síðustu leiktíð. vísir/getty
Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri, segir að varnarmaðurinn Matthijs de Ligt eigi að ganga í raðir Manchester City eða Barcelona, vilji hann yfirgefa Ajax.

De Ligt, hefur verið orðaður við fyrrum lærisveina Van Gaal hjá Manchester United, en De Ligt hefur ekki gert upp huga sinn um framtíð sína.

Peter Bosz, fyrrum stjóri Ajax, steig fram á dögunum og sagði að yfirgefi hollenski miðvörðinn Ajax eigi hann að ganga í raðir City. Van Gaal tók í sama streng.

„Mér finnst það sama. Hann getur líka farið til Barcelona því miðverðirnir þar eru ekki nægilega góðir,“ sagði Van Gaal í samtali við Fox Sports.

„Hann gæti spilað fyrir Barcelona en einnig fyrir Manchester City. Í þessu tilviki myndi ég velja Pep Guardiola fram yfir Lionel  Messi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×