Dæmdur fyrir að gefa heimilislausum manni kex fyllt tannkremi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2019 18:06 Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet. Youtube YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn. Spánn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
YouTube stjarna sem gabbaði heimilislausan mann til að borða kexkökur sem fylltar voru með tannkremi og birti svo myndband af atvikinu á Internetinu hefur verið dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar auk þess sem honum er gert að greiða fórnarlambi sínu tæpar þrjár milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Dómarinn sem dæmdi í málinu í Barcelona bannaði Kanghua Ren, betur þekktur undir nafninu ReSet, að eiga aðganga á samfélagsmiðlum í fimm ár. ReSet, sem fæddist í Kína en ólst upp á Spáni, var með vinsælustu YouTube stjarna á Spáni og Suður-Ameríku, en hann var með 1,1 milljón fylgjendur á Youtube. Árið 2017 tók ReSet áskorun um að skafa kremið innan úr Oreo kexi og setja tannkrem á kexkökuna í staðin. Hann fann svo rúmenskan mann sem bjó á götum Barcelona, rétti honum kexkökurnar sem hann hafði meðhöndlað auk 20 evru seðils og tók upp atvikið sem varð í kjölfarið. Maðurinn endaði á því að kasta upp. „Kannski tók ég þetta aðeins of langt en horfðu á það jákvæða: þetta hjálpaði honum að hreinsa tennurnar,“ sagði ReSet. „Ég held að hann hafi ekki burstað þær frá því að hann varð fátækur.“ Myndbandið olli mikilli reiði og var fjarlægt nokkrum dögum síðar. ReSet leitaði þá fórnarlamb sitt uppi og gerði tilraun til að borga dóttur hans 40.000 krónur í von um að hún kærði atvikið ekki til lögreglu. Rosa Aragonés, dómarinn í málinu, nefndi það að þetta atvik væri ekki einsdæmi og að samfélagsmiðlastjarnan hefði tilhneigingu til að vera „andstyggilegur“ og „níðast sérstaklega á þeim sem minna mega sín.“ Hún dæmdi hann sekan fyrir að hafa brotið á siðferðislegum heilindum mannsins. Í dómnum segir að ReSet hafi „niðurlægt og áreitt mun eldri, berskjaldaða, heimilislausa manneskju… hvers líf hafi visnað vegna alkóhólisma og heimilisleysis.“ Dómarinn sagði ReSet hafa gert þetta ódæði til að „ná ógeðslegri athygli fylgjenda sinna“ og að auka auglýsingatekjur sem hann fékk við streymi myndbandsins. „Ég geri hluti til að búa til senu,“ sagði ReSet við dómssalinn. „Fólk elskar ógeðslega hluti.“ Á Spáni fellur fangelsisvist sem nemur minna en tveimur árum hjá þeim hafa ekki brotið af sér áður svo að ReSet mun ekki afplána fangelsisdóminn.
Spánn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira