Enski boltinn

Segja United, Bayern og Real öll vilja Salah sem kostar tæplega 200 milljónir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn.
Salah eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. vísir/getty
Mörg lið eru áhugasöm um Egyptann Mohamed Salah sem á laugardaginn vann Meistaradeildina með Liverpool eftir 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleiknum.

Ummæli Salah eftir leikinn vakti athygli en hann vildi ekki tjá sig um framhaldið og lásu þá einhverjir í þau ummæli hans að hann vildi yfirgefa félagið.

Enskir fjölmiðlar greinar frá því að Manchester United, Real Madrid og Bayern Munchen eru öll sögð áhugasöm um að kaupa framherjann en hann fæst ekki ódýr.

Verðmiðinn á Salah er talinn vera um 180 milljónir punda en óvíst er hvort að Liverpool nái að halda honum í sumar eftir að hann hefur farið á kostum síðustu tvær leiktíðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×