Enski boltinn

Ekkert fararsnið á samherja Gylfa þrátt fyrir áhuga United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richarlison fagnar marki á síðustu leiktíð.
Richarlison fagnar marki á síðustu leiktíð. vísir/getty
Richarlison, framherji Everton og samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar, segir að áhugi Manchester United sé heillandi en hann sé ánægður hjá þeim bláklæddu.

Richarlison ku vera einn þeirra sem kemur til greina að United kaupi í sumar en talið er að Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, fái væna summu til leikmannakaupa í sumar.







Þrátt fyrir áhuga United þá segir brasilíski framherjinn að hann sé ánægður hjá Everton en hann gekk í raðir Everton frá Watford fyrir síðustu leiktíð.

Hann spilaði 35 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim þrettán mörk en hann lék bæði með vængmaður og framherji. Hann lagði einnig upp tvö mörk.

Richarlison verður í eldlínunni með Brasilíu á Suður-Ameríkumótinu sem hefst um miðjan mánuðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×