Innlent

Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Breytt fjármálastefna ríkisstjórnarinnar liggur nú fyrir þinginu en það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem leggur stefnuna fram.
Breytt fjármálastefna ríkisstjórnarinnar liggur nú fyrir þinginu en það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem leggur stefnuna fram. vísir/vilhelm
Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022.

Umræður um þriðja orkupakkann, þar sem Miðflokksmenn hafa beitt málþófi, komust ekki á dagskrá í gær en í stað þess voru fjölmörg mál afgreidd, þar á meðal heilbrigðisstefna til ársins 2030 og ný umferðarlög gengu til þriðju umræðu.

Breytingar á fjármálastefnunni voru afgreiddar til síðari umræðu en þingfundur hefst að nýju klukkan tíu.

Þar eru 44 mál á dagskrá og er fyrsta mál að loknum dagskrárliðnum störf þingsins frumvarp Ásmundar Einar Daðasonar, félagsmálaráðherra, um breytingar á almannatryggingakerfinu. Þriðji orkupakkinn er svo áttunda mál á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×