Erlent

Þrjátíu ár frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Samkvæmt umfjöllun í breska blaðinu The Guardian var erlendum fjölmiðlamönnum ekki hleypt inn á torgið í gærkvöldi og í morgun og komu óeinkennisklælddir lögreglumenn í veg fyrir að hægt væri að taka myndir af torginu úr fjarlægð.
Samkvæmt umfjöllun í breska blaðinu The Guardian var erlendum fjölmiðlamönnum ekki hleypt inn á torgið í gærkvöldi og í morgun og komu óeinkennisklælddir lögreglumenn í veg fyrir að hægt væri að taka myndir af torginu úr fjarlægð. vísir/getty
Þrjátíu ár eru í dag liðin frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar í Beijing, þegar kínversk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn mótmælendum.

Mörg hundruð ef ekki þúsundir mótmælenda lágu í valnum en tala látinna hefur aldrei verið gefin út af kínverskum yfirvöldum.

Hert öryggisgæsla er á torginu í tilefni dagsins og umræður um atvikið hafa verið bældar niður af stjórnvöldum.

Samkvæmt umfjöllun í breska blaðinu The Guardian var erlendum fjölmiðlamönnum ekki hleypt inn á torgið í gærkvöldi og í morgun og komu óeinkennisklælddir lögreglumenn í veg fyrir að hægt væri að taka myndir af torginu úr fjarlægð.

Kínversk stjórnvöld hafa afar lítið tjáð sig um atvikið á Torgi hins himneska friðar í gegnum tíðina og er því alfarið sleppt úr opinberum kennslubókum. Ríkismiðlar minntust heldur ekkert á tímamótin í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×