Héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ystad er bær á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar. Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug. Svíþjóð Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug.
Svíþjóð Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent