Innlent

Brenndist á andliti í lítilli sprengingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bensínstöðin sem um ræðir.
Bensínstöðin sem um ræðir. Mynd/Google Maps
Starfsmaður á vegum Olíudreifingar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri með minniháttar brunasár eftir að lítil sprenging varð í bensíntanki við bensínstöð N1 við Hörgárbraut á Akureyri.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var maðurinn við störf við þrif á forðageymi við bensínstöðina. Útlit er fyrir að neisti hafi kveikt í bensíngufum í tankinum. Við það myndaðist eldhnöttur sem starfsmaðurinn varð fyrir, en talið er að hann hafi horft niður í geyminn er sprengingin varð.

Maðurin er talinn hafa hlotið minniháttar brunasár og var hann sem fyrr segir fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×