Enski boltinn

Fyrirliða Gylfa og félaga yfirgefur Everton í sumar: „Einn af bestu þjónum félagsins“

Gylfi og Jagielka í síðasta leik Everton á síðustu leiktíð.
Gylfi og Jagielka í síðasta leik Everton á síðustu leiktíð. vísir/getty
Phil Jagielka, fyrirliði Everton, mun yfirgefa þá bláklæddu í sumar eftir tólf ár hjá félaginu en hann gekk í raðir félagsins árið 2007.

Jagielka kostaði litlar fjórar milljóinr punda er hann kom til Bítlaborginnar frá Sheffield United en síðan þá hefur hann spilað 386 leiki fyrir félagið og skorað nítján mörk.

Hann tók við sem fyrirliði félagsins árið 2013 er Phil Neville yfirgaf félagið og hefur hann borið fyrirliðabandið síðan þá en nú hefur hann ákveðið að kveðja.







Bill Kenwrigt, stjórnarformaður Everton, segir að Jagielka sé einn besti þjónn í sögu Everton og að hann hafi lagt mikið á sig í uppbyggingu Everton síðustu ár.







Ekki er vitað hvað Jagielka tekur sér fyrir hendur eða hvort að hann setji skóna upp í hillu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×