Innlent

Eldur kom upp í spennu­virki á Nesja­völlum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út skömmu eftir tíu í morgun vegna elds sem hafði kviknað í spennuvirki á Nesjavöllum.
Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út skömmu eftir tíu í morgun vegna elds sem hafði kviknað í spennuvirki á Nesjavöllum. vísir/jói k.
Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, var rétt ókominn á staðinn þegar Vísir náði tali af honum. Hann hafði þá fengið þær fregnir að búið væri að slökkva eldinn.

„Starfsmenn brugðust þarna rétt við og náðu að slökkva eldinn. Þeir eru að lofta út og eru í raun bara að bíða eftir því að slökkviliðið komi á staðinn og meti aðstæður. Eftir minni bestu vitund hafa ekki orðið nein slys á fólki,“ sagði Pétur.

Hann sagði eldinn ekki hafa komið upp í spennuvirki inni í virkjuninni sjálfri heldur í húsnæði sem staðsett er við hliðina á virkjuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×