Enski boltinn

Nýr þjálfari Juventus ræður hvort að félagið gangi á eftir Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba niðurlútur eftir einn leik United í fyrra.
Pogba niðurlútur eftir einn leik United í fyrra. vísir/getty
Juventus mun ræða við nýjan þjálfara um hvort að félagið eigi að reyna fá Paul Pogba til félagsins á nýjan leik. Þetta segir yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Samkvæmt Sky á Ítalíu, eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni, hafa ítölsku meistararnir nú þegar sett sig í samband við Mino Raiola, umboðsmann Pogba, um möguleg félagaskipti.

Fabio Partici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, var í viðtali á ráðstefnu þar sem leiðtogar fótboltans víðs vegar um heiminn hittast og ræða málin.

Federico Chiesa hefur einnig verið orðaður við Juventus en hann er framherji Sampdoria.

„Chiesa? Við verðum með samkeppnishæft lið. Við bíðum eftir nýjum þjálfara og við kaupum það sem þarf eftir það. Pogba? Það sama. Við ræðum við nýjan þjálfara,“ sagði Paratici.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×