Enski boltinn

Neville hafði áhyggjur eftir HM en segir enskan fótbolta á mikilli uppleið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville og Southgate.
Gary Neville og Southgate. vísir/getty
Gary Neville, fyrrum landsliðsmaður Englands og núverandi sparkspekingur, segir að fótboltinn á Englandi sé á mikilli uppleið en Englendingar eru á leið í sinn annan undanúrslitaleik á tólf mánuðum.

England spilar við Portúgal í kvöld í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar en síðasta sumar tapaði England fyrir Króatíu, 2-1, eftir framlengdan leik.

„Þetta er mikilvægt mót. Áhyggjur mínar eftir HM var að það hafi verið eins gott og hægt var,“ sagði Neville í samtali við Sky Sports en hann er staddur í Portúgal.

„Margir í leikmannahópnum hafa verið að spila stóra leiki. City, Liverpool, Tottenham, Chelsea og Arsenal hafa verið að spila úrslitaleiki og um enska meistaratititlinn. Það getur bara verið gott fyrir enska fótboltann.“

„Ég held að enskur fótbolti yfirhöfuð sé á uppleið. Mér finnst ungir enskir leikmenn vera að fá meiri virðingu eftir það sem þessi hópur afrekaði síðasta sumar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×